11 sep

Dótabúðin stækkar og þjónustan eykst

Takk fyrir undirtektirnar! Við (lesist ég og börnin) höfum varla haft undan síðustu daga.

Það er greinilegt að landinn tekur vel í komu Teslu til Íslands. Enda er markmið Teslu í takt við orkuskiptin hér á landi.

Að flýta fyrir umskiptum heimsins í sjálfbæra orku

EV Parts, dótabúð rafbílaeigandans, hefur stækkað hratt og höfum við fengið frábært tækifæri til að stækka vöruframboðið hjá okkur með vörum á góðum verðum. Sem við síðan endurspeglum til okkar viðskiptavina.

Við getum sagt frá því með stolti að við höfum tekið yfir lager og starfsemi Rafbílavörur.is og má núna finna fjöldan allan af nýjum vörum hjá okkur.

Einnig erum við komin í samstarf með HS Bílaréttingar og sprautun og komum við til með að bjóða upp á ýmsa þjónustu sem snýr að okkar vörum, til dæmis eins og ísetningar.

Nýjar vörur (nokkrar á tilboði)

Felgumiðja og hettur á felgurær

Tilboðsvörur

Veggfesting fyrir hleðlsutæki

Tilboðspakkar

Bakkamottur í farþegarými í Tesla Model 3
17 júl

Verslunin fer í loftið

EV Parts er hugsuð sem dótabúð rafbílaeigenda sem selur aukahluti fyrir rafbíla á Íslandi. Undirbúningurinn fór af stað þegar meðlimir í facebook hópnum Tesla eigendur og áhugafólk pöntuðu saman vörur af eBay fyrir Tesla Model 3. Sumar sendingar/birgjar hafa gengið upp og aðrar ekki. Samt sem áður góður lærdómur og einn birgi sem stendur uppúr sem ég er í góðu samband við.

Til að gera langa sögu stutta þá leiddi eitt að öðru og undirtektirnar gerðu það að verkum að þessi vefverslun varð til með nokkrum af þeim vörum sem hópurinn hafði verið að fá. Fyrsta sending verslunarinnar er væntanleg í viku 30,, þannig ég vona þið sem pantið eruð þolinmóð fram að því.

Takk fyrir undirtektirnar fram að þessu og sérstaklega fyrir það að ýta manni út í þetta. Allt feedback vel þegið og auðvitað verslið frá ykkur allt VIT. 😆

Kassinn sem er á leiðinni

Ps. Ég er að skoða það að setja upp greiðslusíðu (Korta og Pei) og tengingu við Póstinn, en leyfum þessu að fara af stað fyrst og sjáum til.