06 okt

Tímabundið lokað fyrir að sækja pantanir

Í ljósi fregna um aukin smit á höfuðborgarsvæðinu ætlum við að loka tímabundið fyrir það að sækja vörur á lager. Þetta á við um nýjar pantanir frá og með deginum í dag (6. október 2020) og við komum til með að endurmeta stöðuna aftur eftir tvær vikur (20. óktóber 2020).

Við mælum með því að viðskiptavinir okkar haldi sig heima og noti samstarfsaðila okkar í heimsendingarþjónstum, Sending.is og Póstinn.

Við erum öll almannavarnir.