11 sep

Dótabúðin stækkar og þjónustan eykst

Takk fyrir undirtektirnar! Við (lesist ég og börnin) höfum varla haft undan síðustu daga.

Það er greinilegt að landinn tekur vel í komu Teslu til Íslands. Enda er markmið Teslu í takt við orkuskiptin hér á landi.

Að flýta fyrir umskiptum heimsins í sjálfbæra orku

EV Parts, dótabúð rafbílaeigandans, hefur stækkað hratt og höfum við fengið frábært tækifæri til að stækka vöruframboðið hjá okkur með vörum á góðum verðum. Sem við síðan endurspeglum til okkar viðskiptavina.

Við getum sagt frá því með stolti að við höfum tekið yfir lager og starfsemi Rafbílavörur.is og má núna finna fjöldan allan af nýjum vörum hjá okkur.

Einnig erum við komin í samstarf með HS Bílaréttingar og sprautun og komum við til með að bjóða upp á ýmsa þjónustu sem snýr að okkar vörum, til dæmis eins og ísetningar.

Nýjar vörur (nokkrar á tilboði)

Felgumiðja og hettur á felgurær

Tilboðsvörur

Veggfesting fyrir hleðlsutæki

Tilboðspakkar

Bakkamottur í farþegarými í Tesla Model 3