21 júl

Fyrsta langferðin á rafmagnsbíl – framhald

Á leiðinni heim frá Ísafirði hlóðum við í 95% á ON stöðinni þar og tókum stutt stopp í Búðardal til að bæta inn á hann. Við notuðum 78kWh á leiðinni heim (462,4 km) eða 169 Wh/km. Við notuðum 190kWh alla ferðina (1.021 km) eða 187 Wh/km. Það er bara nokkuð gott með fullan bíl af fólki og farangri.

Veður og færð var mikið betri á leiðinni heim og munurinn á orku nýtingu í takt við það, eða 23% meiri á leiðinni til Ísafjarðar en til baka til Reykjavíkur.

Vitringurinn í Búðardal sumarið 2020